Skref 1: Innskráning á Mein Goethe.de
Til að nota Onleihe þarf skráningu hjá heimasíðunni Mein Goethe.de. Eigir þú ekki reikning á heimasíðunni okkar, skaltu vinsamlegast búa hann fyrst til.
Skráningin og notkun þjónustunnar er gjaldfráls.
Skref 2: Að virkja Onleihe
Eftir að þú hefur skráð þig inn í Mein Goethe.de, skaltu finna valmyndina "Mitt Onleihe" og smella á "log in".
Skref 3: Niðurhal appsins
Sæktu appið til að nota Onleihe í snjalltækinu þínu. Opnaðu appið eftir uppsetningu.
Skref 4: Innskráning
Opnaðu valmyndina í Onleihe appinu (efst til vinstri).
>> Veldu stafræna bókasafn Goethe-Institut.
>> Skráðu þig inn með upplýsingum fyrir Mein Goethe.de reikninginn þinn.
Skref 6: Samþykkt notendaskilmála
Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú sækir bókasafnsgögn, munt þú verða beðin/n að samþykkja notendaskilmála og persónuverndarstefnu. Vinsamlega staðfestu að þú samþykkir.
Nú hefur þú virkjað Onleihe appið. Ef einhver vandamál koma upp við virkjunina eða við notkun, hafðu samband í gegnum fyrirspurnagluggann eða í síma +45 33366456. Við aðstoðum með ánægju!
Við vonum að þú skemmtir þér vel við að skoða rafræna bókasafnið okkar.